Löngu hugsað atriði
5.6.2010 | 03:37
Það hefur verið löngu búið að úthugsa þetta atriði áður en hún steig á sviðið. Auðvitað eru Bretarnir skelkaðir eftir þetta hræðilega slys. En þetta er því miður að gerast útum allan heim. Ekki bara í Bretlandi!
Lady GaGa er framúrskarandi flott og gerir svakalega flottar sýningar.
Er Lady Gaga gengin af göflunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gagnrýna á henni tánna? Er eitthvað að?!
5.6.2010 | 03:25
Fyrst ætla ég að leiðrétta aðeins þessa frétt. Á Yahoo vefnum er meira verið að gagnrýna "stóru" tánna hennar heldur en skónna sem hún var í. Heimskulegt en satt eru þeir að gagnrýna tærnar á henni! Það er jú hallærislegra en að gagnrýna hana fyrir klæðnaðinn hennar þar sem hún hefur aldrei verið þekkt fyrir að vera ófrumleg þegar kemur að fötum. Fólk á bara að vera undirbúið og taka henni eins og hún er. Hún er fegurst, flottust og fínust!
Annað Svanaævintýri? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ánægður með borgarstjórnarfundinn
23.3.2010 | 23:20
Ég get sagt að ég sé mjög sáttur með borgarstjórnarfundinn í dag. Við ungmennaráð Reykjavíkur höfum unnið markvisst á að fá að njóta þeirrar hugmynda sem brenna á okkar vörum til þess að geta bætt samfélag ungmenna. Ég vill meina að tillögurnar í ár voru sterkari og stærri en nokkru sinni fyrr og við öll fluttum þær á skýrmæltan og ákveðinn hátt.
Ég vill byrja á að þakka þeim sem voru á fundinum, forseta borgarstjórnar, borgarstjóra og aðra borgarfulltrúa. Þau sýna að fullorðnum er auðvitað ekki sama um framtíð unga fólksins. Dagur B. Eggertsson sagði í bloggfærslu sinni að hann fylltist bjartsýni um framtíðina þegar hann hlustaði á okkur fulltrúa Reykjavíkurráðs, og talaði um málflutning, rökfestu og góðan flutning. Hann fullyrti að framtíð Reykjavíkur er björt. Það er mjög gott hrós fyrir Reykjavíkurráð.
Það sem ég lagði til á borgarstjórnarfundinum, var að fá aðkomuna að Gufunesbæ bætta. Miðað við þær undirtektir sem ég fékk er ég mjög vongóður og bjartsýnn um áframhaldandi vinnslu að tillögunni og vonandi verður aðkoman bætt til muna. Auðvitað er ekki hægt að bæta hana á einni nóttu eða sumri, en þótt þetta gæti kostað smávegis pening, þá gæti þetta einnig kostað mannslíf ef ekkert verður gert í þessu. Sóley Tómasdóttir í Vinstri grænum, Kjartan Magnússon í XD, og Oddný Sturludóttir voru mér sammála því að aðkomuna þyrfti að laga þar sem þetta er jú, frístundarsvæði fyrir alla aldurshópa en þó sérstaklega ungmenni. Það er sífellt að eflast og verða betra, og þar er kominn afþreyingarsvæði sem heitir Skemmtigarðurinn og á einnig að setja upp garðinn Adrenalín sem er hentugur fyrir fjölskyldu. Sóley talaði um að það sé brýn nauðsyn að fá umferðarljós eða bara eitthvað nálægt svæðinu til þess að koma í veg fyrir að fólk sé að stytta sér leiðir og hlaupa yfir stórhættulega umferðargötu þar sem umferð er bæði hröð og mikil. Það er eiginlega Sóleyju að þakka að málinu var vísað til ekki aðeins umhverfis- og samgönguráð heldur einnig framkvæmdar- og eignarráðs. Takk fyrir það Sóley! Hún Sóley ásamt Oddnýju Sturludóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar hrósuðu okkur (Ungmennaráði Grafarvogs) fyrir Málþingið sem við héldum þann 18. mars. Þetta var stórt skref í rétta átt og hvöttu þær til þess að önnur ungmennaráð gerðu slíkt hið sama. Gott orðspor fyrir Grafarvogsráð og mun ég sjá til þess að það haldi áfram að vera eins virkt og það er nú.
Takk fyrir mig.
Borgarfulltrúar yngjast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |